RRSKIL

 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
Member Area
Spurningar og svör
Þinn RR-úrgangur er á þína ábyrgð Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Ef þú framleiðir eða flytur inn raf- eða rafeindatæki í atvinnuskyni barst þú frá og með 1. janúar 2009 fulla ábyrgð á réttri úrvinnslu raf- og rafeindatækjaúrgangs (rr-úrgangs). Þetta leiðir af lögleiðingu svokallaðrar WEEE-tilskipunar ESB á Íslandi, en Alþingi samþykkti lagabreytingar á vorþingi 2008 sem flytja ábyrgð á rr-úrgangi frá sveitarfélögum til einstakra fyrirtækja sem markaðssetja raf- og rafeindatæki á Íslandi. Reglugerð nr.1104/2008 var síðan gefin út undir lok sama árs.

Til allrar hamingju er til lausn á þessum vanda. Hún heitir RR-SKIL. Sem aðili að RR-SKILum sleppur þú við vandræðin þar sem þú framselur ábyrgð þína til okkar. Hvað það þýðir getur þú lesið um hér á eftir.
 
HVAÐ ERU RR-SKIL? Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
RR-SKIL eru félag sem stofnað var að frumkvæði hagsmunasamtaka íslenskra fyrirtækja, nánar tiltekið SA, SI, SVÞ og FÍS. Félaginu er stjórnað af fyrirtækjum sem annast framleiðslu og innflutning raf- og rafeindatækja og gerast þeir félagsmenn sem fela félaginu að annast framleiðendaábyrgð sína. Það á ekki að verja meira fjármagni í RR-SKIL en þörf er á til að reka félagið og þetta er trygging þín fyrir sanngjörnu og skynsamlegu félagsgjaldi. RR-SKIL eru sameiginlegt skilakerfi þar sem félagsmenn hafa áhrif og geta tekið þátt í að móta hlutina. Við stöndum þannig saman að því að tryggja að reksturinn sé ætíð hinn besti og hagkvæmasti – bæði nú og í framtíðinni.
 
10 ÚRGANGSFLOKKAR Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Hvaða úrgangur er það svo nákvæmlega sem WEEE-tilskipunin nær til og þú berð ábyrgð á að geyma, sækja og vinna þinn hluta af? 

Lögin skipta rr-úrganginum í 10 flokka sem sjá má nánar sundurliðaða á rrskil.is. Í eftirfarandi töflu getur þú séð sýnishorn af því sem hinir ýmsu flokkar innifela:
 1. Stór heimilistæki: Ísskápar, frystar, þvottavélar, eldavélar, loftræstikerfi o.fl. 
 2. Lítil heimilistæki: Ryksugur, straujárn, brauðristar, hárþurrkur, rakvélar, úr o.fl. 
 3. Upplýsingatækni- og fjarskiptabúnaður: Tölvur, fartölvur, prentarar, ljósritunarvélar, símar, vasareiknar o.fl. 
 4. Mynda- og hljóðbúnaður.: Sjónvörp, útvörp, myndbandstæki, myndbandstökuvélar, hljómtæki, magnarar o.fl. 
 5. Ljósabúnaður: Ljósastæði, ljósrör, hleðsluljós, lágþrýstingsnatríumljós o.fl. 
 6. Raf- og rafeindatæki (nema stór, föst iðnaðartæki): Borvélar, sagir, saumavélar, grassláttuvélar o.fl. 
 7. Leikföng og tómstunda-, íþrótta- og útivistarbúnaður: Rafmagnslestir og kappakstursbrautir, tölvuleikir, reiðhjólatölvur, spilakassar o.fl. 
 8. Lækningatæki (nema ígræðsluvörur og vörur sem bera smit): Geislameðferðartæki, öndunarvélar, frystibúnaður o.fl. 
 9. Vöktunar- og eftirlitstæki: Reykskynjarar, hitastillar, hitaskynjarar, mælitæki o.fl. 
 10. Sjálfsalar: Sjálfsalar fyrir heita drykki, fyrir heitar eða kaldar flöskur eða dósir, myntsjálfsalar o.fl.
 
Kostir við RR-SKIL Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Í stuttu máli sagt þá spara RR-SKIL fyrirtæki þínu heilmikil vandræði. Frá 1. janúar 2009 barst þú sjálf(ur) alla ábyrgð í hlutfalli við hlutdeild þína í tækjum sem markaðssett eru á íslenskum markaði á geymslu, söfnun og úrvinnslu á þínum hluta rr-úrgangs sem til fellur um allt Ísland. Innflytjandi þarf að skrá sig í skilakerfi 15 dögum áður en skilaskyld vara er sett hér á markað. Þú getur stofnað eigið skilakerfi en þarft þá starfsleyfi og einnig að setja tryggingu sem svarar til framleiðandaábyrgðar þinnar vegna ráðstöfunar úrgangs í allt að 15 ár og getur numið allt að 400.000 SDR. Engin slík kerfi hafa fengið starfsleyfi og RR-SKIL er stærsta sameiginlega skilakerfið. Því hníga góð rök að því að velja aðild að RR-SKILum. Við greiðum fyrir geymslu og söfnun rr-úrgangs og sjáum um ráðstöfun hans. Þar að auki tryggjum við að skýrslugerðarkröfum sé fullnægt og við reiknum kostnaðarþátttöku félagsmanna í rekstrinum.

Að auki hefur þú hag af því að vera hluti af sameiginlegu skilakerfi, því við stöndum sameiginlega að framleiðendaábyrgðinni. Loks má nefna að félagi í RR-SKILum er tryggður fyrir því að farið sé að öllum þeim lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma. Og svo eru RR-SKIL auðvitað með starfsleyfi frá Umhverfisstofnun.
 
HAGKVÆMUR REKSTUR Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sameiginlegur rekstur skilakerfis veitir okkur þar að auki stærðarhagkvæmni. RR-SKIL ráðstafar mestu af rr-úrganginum og getur þess vegna samið um gott verð hjá samstarfsaðilum. Þú nýtur þess sem félagsmaður. Þú getur einnig notið góðs af því að RR-SKIL eru í eigu félagsmanna. Með því er ætíð tryggt að álögð gjöld séu í lagi.
 
Betra fyrir umhverfið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Umhverfið hefur mikla þýðingu fyrir RR-SKIL. Hvort sem um er að ræða söfnun, flutning eða úrvinnslu, þá er umhverfisþátturinn mjög mikilvægur. Við hlítum að sjálfsögðu ætíð gildandi lagakröfum. Raunverulega sjáum við ekki aðeins um að úrvinnslan sé í samræmi við umhverfislögin. Við skilum einnig skýrslum þar sem nákvæmlega er tíundað hvað hefur verið endurnýtt. Þess vegna lofum við því óhikað að RR-SKIL og umhverfisvitund eiga fullkomna samleið.
 
Skráning og frestir Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Það eru miklu ítarlegri upplýsingar um starfsemi okkar á rrskil.is. Þar getur þú líka fljótt og örugglega skráð þig í RR-SKIL.