RRSKIL

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Member Area
Um RR-SKIL Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

RR-SKIL er félag sem stofnað er að frumkvæði  hagsmunasamtaka  íslenskra fyrirtækja, þ.e.a.s. SA, SI, SVÞ og FÍS.  Félagið skal rekið þannig að tekjur séu að jafnaði hærri en gjöld, en stefnt er að lágmarkshagnaði sem nægi aðeins til að tryggja rekstur félagsins. Nú eru um 600 fyrirtæki, stór og smá, aðilar að félaginu. 

Félaginu er stjórnað af fyrirtækjum sem annast framleiðslu og innflutning raf- og rafeindatækja og gerast félagsmenn og fela félaginu að annast framleiðendaábyrgð sína.  Það á ekki að verja meira fjármagn í RR-SKIL en þörf er fyrir til að reka félagið og þetta er trygging þín fyrir sanngjörnu og skynsamlegu félagsgjaldi.  Enginn hópur á jafn mikið undir því að kostnaði sé haldið í lágmarki og félagsmenn okkar.  RR-SKIL er sameiginlegt skilakerfi  þar sem félagsmenn hafa áhrif og geta tekið þátt í að móta hlutina.  Árlega er haldinn aðalfundur þar sem kosin er stjórn og mótuð stefna í starfsemi félagsins (sjá samþykktir á vefsíðu félagsins rrskil.is).  Við stöndum þannig saman að því að tryggja að reksturinn sé ætíð hinn besti og hagkvæmasti, -  bæði nú og í framtíðinni. Gjaldskrá RR-SKILA fyrir félagsmenn er hin hagstæðasta á markaðinum.

RR-SKIL, Síðumúla 31, 108 Reykjavík, kt. 510708-1720, vsk.nr.100615. Sími: 517 0140,