RRSKIL

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Member Area
Kostir við RR-SKIL Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Kostir við RR-SKIL. Í stuttu máli sagt þá spara RR-SKIL fyrirtæki þínu heilmikil vandræði. Fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða raf- og rafeindatæki áttu að skrá sig í skilakerfi fyrir 1. október 2008 eða a.m.k. 15 dögum áður en vara er markaðsett á Íslandi.  Frá 1. janúar 2009 berð þú alla ábyrgð – í hlutfalli við innflutningshlutdeild (kg) á íslenskum markaði – á geymslu, söfnun og förgun á þínum hluta rr-úrgangs um allt Ísland á eigin kostnað.

Það hníga góð rök að því að velja aðild að RR-SKILum,- sameiginlegu skilakerfi innflytjenda og framleiðenda. Við greiðum fyrir ílát og söfnun rr-úrgangs og sjáum um ráðstöfun hans. Þar að auki tryggjum við að skýrslugerðarkröfum sé fullnægt og við reiknum kostnaðarþátttöku félagsmanna í rekstrinum. Að auki hefur þú hag af því að vera hluti af sameiginlegu skilakerfi, því við stöndum sameiginlega að framleiðendaábyrgðinni og spörum þér þar með kostnað og fyrirhöfn af sérskilakerfi. Loks má nefna að félagi í RR-SKILum er tryggður fyrir því að farið sé að öllum þeim lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma. Og svo eru RR-SKIL auðvitað með starfsleyfi frá Umhverfisstofnun.

Sameiginlegur rekstur skilakerfis veitir okkur þar að auki stærðarhagkvæmni. RR-SKIL  ráðstafar mestu af rr-úrganginum og geta þess vegna samið um gott verð hjá samstarfsaðilum. Þú nýtur þess sem félagsmaður. Þú getur einnig notið góðs af því að RR-SKIL eru í eigu félagsmanna. Með því er ætíð tryggt að álögð gjöld séu sem næst raunkostnaði og ef inneign myndast þá eru gjöld lækkuð.