RRSKIL

  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Member Area
Gamla peran víkur Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Gamla 60 w ljósaperan víkur fyrir sparperum

Sjá vefslóð hér að neðan á frétt í Morgunblaðinu:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2011/09/01/gamla_ljosaperan_ologleg/´

 
Glóperur víkja fyrir sparperum Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Haustið 2009 er byrjun á endalokum skínandi uppfinningar Thomas Edison.  Útrýming gömlu glóperunnar er hafin.  Ný tækni veitir okkur hentugri ljósgjafa sem gefa bæði góða birtu og nota minna rafmagn!

Eitthvað á þessa leið hljómar boðskapur sem fylgir í kjölfar banns ESB við sölu á glóperum, sem mun koma til framkvæmda fram til ársloka 2012.  Þegar 1. september sl. var bannað að selja mattar  glóperur og glærar 100 watta glóperur og stærri.  Birgðir í verslunum má þó selja og nota þar til þær þær springa.  Aðrar glóperur verða ekki fáanlegar eftir haustið 2012.   Ástæðan er fyrst og fremst sú, að birtan frá venjulegri glóperu kemur frá um það bil 10% af þeirri orku sem glóperan notar, en 90% verða aðeins að hita.   

Fyrir marga eru sparperur ekki lengur nýjungar.  Þrátt fyrir það notar mikill minnihluti fólks ljósrör og sparperur til að lýsa upp hýbýli sín.  Flestir nota enn hefðbundnar glóperur.  Nú mun áðurnefnt bann innan ESB þvinga fólk á því svæði, og líklega einnig á aðliggjandi svæðum, til að nota orkusparandi lausnir hvort sem það er áhugasamt um það eða ekki.

Það hefur orðið mikil þróun í sparperum og nú er hægt að fá margar tegundir ljósa, bæði að lögun, ljósstyrk og lit.  Sparperur eru vissulega nokkuð dýrar, en hafa verður í huga að þær endast á við 10 glóperur og spara orku allan tímann. 

Þegar litið er fram á veginn er líklegt að auk sparpera (70-80% sparnaður miðað við glóperur) og halogenljósa (30% sparnaður miðað við glóperur)  verði jafnvel díóðuljós góður valkostur í stað glópera.  Þessar LED-perur eru gerðar úr ljósberandi díóðum og framleiða birtu á orkusparandi hátt.  Talið er að þær endist 20-50 sinnum lengur en glóperur og hafa auk þess litla hitaútgeislun.  Þessi LED tækni sem er í þróun er enn ekki komin í almenna notkun. 

lampor_klara_435

 
Opinn fundur RR-SKILA 26.ágúst 2009 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

RR-SKIL héldu opinn fund í Húsi atvinnulífsins, 6.hæð, Borgartúni 35 miðvikudaginn hinn 26.ágúst sl. .  Fundurinn var ágætlega sóttur af félagsmönnum og öðrum innflytjendum sem hafa hagsmuna að gæta varðandi förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs.
Kynntir voru reikningar vegna 6 mánaða starfsemi félagsins auk ákvörðunar stjórnar félagsins um endurskoðaða gjaldskrá þess í ljósi reynslunnar,- yfirleitt til lækkunar gjalda.  Einnig var gerð grein fyrir stöðu mála varðandi söfnun og förgun rafbúnaðarúrgangs.  Loks voru fyrirspurnir og umræður um mál sem fram komu á fundinum.  Formaður stjórnar gerði m.a. grein fyrir fundi sem hann og framkvæmdastjóri sátu nýlega með nýjum umhverfisráðherra þar sem rætt var um erindi félagsins varðandi innheimtu endurvinnslugjalda við tollafgreiðslu.  Ráðherra lofaði svari fljótlega. 

 
Spjöld í verslanir Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Spjöld í verslanirSpjöldur í A3 stærð hefur verið dreift til félagsmanna í RR-SKILum til þess að setja upp á sölustöðum.  Skiltin vekja athygli á því að fyrirtækin séu vistvæn og tryggja rétta förgun rafeindaúrgangs sem neytendur eiga að skila sér að kostnaðarlausu á söfnunarstöðvar.   Vanti félagsmenn fleiri spjöld eru þeir beðnir um að óska eftir þeim á skrifstofu félagsins. 

Nánar...